Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Neville og Carragher búnir að velja lið ársins
Gary Neville og Jamie Carragher.
Gary Neville og Jamie Carragher.
Mynd: Twitter
Félagarnir Jamie Carragher og Gary Neville hafa valið sín lið ársins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur fyrir löngu tryggt sér titilinn en lokaumferðin verður spiluð um komandi helgi.

Þeir Carragher og Neville voru sammála um fimm leikmenn en það eru Daniel Munoz hjá Crystal Palace, Nikola Milenkovic hjá Nottingham Forest, Virgil van Dijk hjá Liverpool, Mohamed Salah hjá Liverpool og Alexander Isak hjá Newcastle.

Neville valdi Matz Sels hjá Forest í markið hjá sér en Carragher valdi hinsvegar Alisson. Þá valdi Neville vinstri bakvörðinn Milos Kerkez hjá Bournemouth.

Þeir voru alveg ósammála á miðsvæðinu þar sem Neville valdi Youri Tielemans hjá Aston Volla, Bruno Guimaraes hjá Newcastle og Ryan Gravenberch hjá Liverpool. Þá valdi hann Bryan Mbeumo í sóknarlínu sína.

Carragher valdi Sandro Tonali hjá Newcastle, Declan Rice hjá Arsenal og Alexis Mac Allister hjá Liverpool á sitt miðsvæði. Þá vekur athygli að hann velur Morgan Gibbs-White hjá Forest sem vinstri vængmann. í bakverðinum er hann með Myles Lewis-Skelly hjá Arsenal.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
4 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
5 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
6 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner
banner