Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   þri 20. júní 2023 12:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Snær: Þá fæ ég svima og verð mjög þreyttur
Varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í fyrra og hélt svo til Noregs.
Varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í fyrra og hélt svo til Noregs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: KSÍ
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Rosenborg í Noregi, er fjarri góðu gamni vegna höfuðmeiðsla. Hann missti út tvo leiki á síðasta tímabili með Breiðabliki vegna höfuðmeiðsla en hann hefur misst af síðustu sex leikjum Rosenborg.

Hann ræddi við Vísi um höfuðmeiðslin. Hann fékk höfuðhögg í leik gegn Bodö/Glimt.

„Ég fæ högg á hausinn, dett ekki alveg út en ég finn strax fyrir verk í hálsinum og niður. Ég er búinn að vera mjög slæmur síðasta mánuðinn. Ég vakna alla morgna með hausverk og ef ég reyni að gera eitthvað, það er mikið af hljóðum í kringum mig og mikið áreiti, þá verð ég mjög þreyttur og fæ svima og allskonar vesen," sagði Ísak.

„Ég er mjög óheppinn en er klárlega viðkvæmari fyrir þessu núna. Ef ég hefði ekki fengið þessi högg í fyrra þá hefði ég ekki fengið heilahristingin núna, það er alveg bókað mál."

Stefán Árni Pálsson, sem ræddi við Ísak, spurði hann hvort það væri eitthvað hægt að gera í þessu.

„Ég veit það ekki. Það væri gott fyrir mann, myndi hjálpa (að vera með eitthvað höfuðfat til að hlífa). Það skiptir máli að vera með góða heilsu."

„Ég ætla að byrja í ræktinni og vonandi verður maður kominn til baka eins fljótt og maður getur. Ég tek bara eitt skref í einu,"
sagði Ísak við Vísi. Innslagið má sjá í heild sinni með því að smella hér..
Athugasemdir
banner
banner