Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fim 20. júní 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Enski boltinn snýr aftur á Stöð 2 Sport eftir næsta tímabil (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sýn er búið að gera þriggja ára samning við ensku úrvalsdeildina um sýningarrétt á enska boltanum frá tímabilinu 2025/26 í þrjú ár til loka tímabilsins 2027/28.

Enski boltinn mun því snúa aftur á Stöð 2 Sport á næsta ári, en Síminn hefur átt réttinn síðustu ár og er á sínu síðasta samningsári núna.

„Með því að tryggja okkur réttinn að enska boltanum er mikilvægum áfanga náð og við ætlum okkur að sinna þessu verkefni af þeim mikla metnaði og ástríðu sem einkennir Stöð 2 Sport. Með kaupunum sjáum við mikil tækifæri fyrir félagið Sýn í heild,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar, tók undir.

„Við á Stöð 2 sport erum himinlifandi með að hafa endurheimt enska boltann. Við hlökkum til að gera sterkustu deild heims eins góð skil og mögulegt er með okkar hæfileikaríka fólki og leyfa landsmönnum öllum að njóta þess að sitja í besta sætinu með okkur á Stöð 2 Sport."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner