Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. júlí 2019 14:22
Ívan Guðjón Baldursson
Andri kom við sögu í jafntefli - Jón Guðni og félagar unnu
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Andri Rúnar Bjarnason spilaði síðustu 25 mínúturnar er Kaiserslautern gerði 1-1 jafntefli við Unterhaching í þýsku C-deildinni í dag.

C-deildin er nýfarin af stað og mættust liðin í fyrstu umferð tímabilsins. Þetta var því fyrsti keppnisleikur Andra fyrir Kaiserslautern.

Liðin voru á svipuðum slóðum í fyrra og endaði Kaiserslautern í 9. sæti með 51 stig á meðan Unterhaching endaði einu sæti neðar, með 48 stig.

Kaiserslautern 1 - 1 Unterhaching
1-0 Florian Pick ('19)
1-1 Lucas Hufnagel ('50)

Jón Guðni Fjóluson fékk þá að spila uppbótartímann er Krasnodar sigraði Ufa í annarri umferð rússneska tímabilsins.

Krasnodar var tveimur mörkum undir í leikhlé en skoraði þrjú í seinni hálfleik. Liðið er með þrjú stig eftir tap gegn Akhmat Grozny í fyrstu umferð.

Ufa 2 - 3 Krasnodar
1-0 C. Carp ('29)
2-0 J. Tabidze ('40)
2-1 Y. Namli ('49)
2-2 T. Vilhena ('73)
2-3 J. Tabidze ('86, sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner