Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júlí 2019 11:49
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle lagði West Ham - Líkar betur við sumt í fari Bruce
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Newcastle 1 - 0 West Ham
1-0 Yoshinori Muto ('34)

Newcastle hafði betur gegn West Ham er liðin mættust í æfingaleik í dag. Þetta var fyrsti leikur Newcastle eftir að Steve Bruce var kynntur sem nýr stjóri en hann var þó ekki á hliðarlínunni í dag heldur uppi í stúku.

Yoshinori Muto gerði eina mark leiksins á 34. mínútu og var Jonjo Shelvey ánægður að leikslokum. Hann hrósaði Bruce í hástert fyrir góða innkomu og sagðist líka betur við ákveðna eiginleika nýja stjórans heldur en þess gamla.

„Við vorum ekki nógu góðir í síðasta leik en núna er Steve kominn inn og það gengur strax betur. Hann breytti leikkerfinu og það svínvirkaði, við verðskulduðum þennan sigur fyllilega," sagði Shelvey.

„Hann er strax búinn að breyta félaginu til hins betra. Hann talar stöðugt við leikmenn og er allt öðruvísi heldur en Rafa (Benitez). Rafa tjáði sig lítið og maður vissi aldrei hvað hann var að hugsa. Hann þurfti líklegast ekki að tala við mann, gengið undir hans stjórn talar sínu máli.

„Persónulega vil ég frekar hafa einhvern sem talar mikið við mann og maður veit hvað er að hugsa. Ég er ekki að setja út á Rafa, hann er stórkostlegur knattspyrnustjóri en nú þurfa félagið og allir í kring að líta til framtíðar."


Shelvey var fenginn til Newcastle aðeins tveimur mánuðum áður en Rafa tók við og störfuðu þeir því saman í rúmlega þrjú ár, eða frá mars 2016. Á þeim tíma var félagið í Championship deildinni en fór beint upp undir stjórn Benitez og er enn í úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir skort á fjármagni til leikmannakaupa og frekari uppbyggingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner