Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   þri 20. júlí 2021 23:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nik: Myndi frekar taka því að vinna bikarinn á þessum tímapunkti
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain
Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum inn í leiknum, þær skora svo í lok fyrri hálfleiks og svo drepur þriðja markið þeirra leikinn. Það eina sem fer í taugarnar á mér í dag er með hvaða hætti við töpuðum. Eftir það fór trúin og við biðum eftir lokaflautinu. Ég verð að gefa Val það að þær sáu möguleikann og gerðu út um okkar möguleika í leiknum," sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir stórt tap gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Þróttur R.

„Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og við hefðum getað nýtt okkur sum svæði betur. Vonandi sjá leikmenn að þeir þurfa að vera meira vakandi í leikjum því gegn bestu liðunum þá færðu opnanir en þú verður að sjá þær og nýta þær. Það voru nokkrir möguleikar en við tókum þá ekki. Í upphafi seinni var enn möguleiki en þriðja markið þeirra fer með alla möguleika."

Nik var spurður hvort að sitt lið gæti lært af mistökunum úr þessum leik.

„Auðvitað, það er það sem við munum gera. Ég hef ekki áhyggjur af þessum mistökum, við verðum mun betri í föstum leikatriðum (í næsta leik). Það eru ekki mörg lið sem hafa jafnmörg vopn og Valur er með og ég hef ekki það miklar áhyggjur að þetta tap hafi of mikil áhrif."

Hann var einnig spurður út í bikarúrslitaleikinn sem verður spilaður í október eftir að deildinni lýkur.

„Það var eini tíminn sem var laus nema við hefðum getað spilað núna um Verslunarmannahelgina en það mun aldrei gerast. Við vissum frá upphafi að leikurinn yrði þá. Frá mér séð þá lengir þetta bara tímabilið og gefur okkur tvær og hálfa viku til að einbeita okkur að Breiðablik sem við myndum venjulega ekki fá. Vonandi hjálpar það okkur."

Eruð þið með markmið í deildinni þegar kemur að því að ná ákveðnu sæti?

„Fyrir okkur snýst þetta um að halda okkur á lífi í deildinni. Ég held að við séum sigri eða tveimur frá því og leikurinn gegn Keflavík í næstu viku er risastór. Svo sjáum við bara til. Á þessum tímapuntki, Í hreinskilni, myndi ég frekar taka því að vinna bikarinn og enda í áttunda sæti heldur en að enda í 3. sæti," sagði Nik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner