Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 20. júlí 2021 23:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nik: Myndi frekar taka því að vinna bikarinn á þessum tímapunkti
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain
Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum inn í leiknum, þær skora svo í lok fyrri hálfleiks og svo drepur þriðja markið þeirra leikinn. Það eina sem fer í taugarnar á mér í dag er með hvaða hætti við töpuðum. Eftir það fór trúin og við biðum eftir lokaflautinu. Ég verð að gefa Val það að þær sáu möguleikann og gerðu út um okkar möguleika í leiknum," sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir stórt tap gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Þróttur R.

„Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og við hefðum getað nýtt okkur sum svæði betur. Vonandi sjá leikmenn að þeir þurfa að vera meira vakandi í leikjum því gegn bestu liðunum þá færðu opnanir en þú verður að sjá þær og nýta þær. Það voru nokkrir möguleikar en við tókum þá ekki. Í upphafi seinni var enn möguleiki en þriðja markið þeirra fer með alla möguleika."

Nik var spurður hvort að sitt lið gæti lært af mistökunum úr þessum leik.

„Auðvitað, það er það sem við munum gera. Ég hef ekki áhyggjur af þessum mistökum, við verðum mun betri í föstum leikatriðum (í næsta leik). Það eru ekki mörg lið sem hafa jafnmörg vopn og Valur er með og ég hef ekki það miklar áhyggjur að þetta tap hafi of mikil áhrif."

Hann var einnig spurður út í bikarúrslitaleikinn sem verður spilaður í október eftir að deildinni lýkur.

„Það var eini tíminn sem var laus nema við hefðum getað spilað núna um Verslunarmannahelgina en það mun aldrei gerast. Við vissum frá upphafi að leikurinn yrði þá. Frá mér séð þá lengir þetta bara tímabilið og gefur okkur tvær og hálfa viku til að einbeita okkur að Breiðablik sem við myndum venjulega ekki fá. Vonandi hjálpar það okkur."

Eruð þið með markmið í deildinni þegar kemur að því að ná ákveðnu sæti?

„Fyrir okkur snýst þetta um að halda okkur á lífi í deildinni. Ég held að við séum sigri eða tveimur frá því og leikurinn gegn Keflavík í næstu viku er risastór. Svo sjáum við bara til. Á þessum tímapuntki, Í hreinskilni, myndi ég frekar taka því að vinna bikarinn og enda í áttunda sæti heldur en að enda í 3. sæti," sagði Nik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner