Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   þri 20. júlí 2021 23:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nik: Myndi frekar taka því að vinna bikarinn á þessum tímapunkti
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain
Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum inn í leiknum, þær skora svo í lok fyrri hálfleiks og svo drepur þriðja markið þeirra leikinn. Það eina sem fer í taugarnar á mér í dag er með hvaða hætti við töpuðum. Eftir það fór trúin og við biðum eftir lokaflautinu. Ég verð að gefa Val það að þær sáu möguleikann og gerðu út um okkar möguleika í leiknum," sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir stórt tap gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Þróttur R.

„Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og við hefðum getað nýtt okkur sum svæði betur. Vonandi sjá leikmenn að þeir þurfa að vera meira vakandi í leikjum því gegn bestu liðunum þá færðu opnanir en þú verður að sjá þær og nýta þær. Það voru nokkrir möguleikar en við tókum þá ekki. Í upphafi seinni var enn möguleiki en þriðja markið þeirra fer með alla möguleika."

Nik var spurður hvort að sitt lið gæti lært af mistökunum úr þessum leik.

„Auðvitað, það er það sem við munum gera. Ég hef ekki áhyggjur af þessum mistökum, við verðum mun betri í föstum leikatriðum (í næsta leik). Það eru ekki mörg lið sem hafa jafnmörg vopn og Valur er með og ég hef ekki það miklar áhyggjur að þetta tap hafi of mikil áhrif."

Hann var einnig spurður út í bikarúrslitaleikinn sem verður spilaður í október eftir að deildinni lýkur.

„Það var eini tíminn sem var laus nema við hefðum getað spilað núna um Verslunarmannahelgina en það mun aldrei gerast. Við vissum frá upphafi að leikurinn yrði þá. Frá mér séð þá lengir þetta bara tímabilið og gefur okkur tvær og hálfa viku til að einbeita okkur að Breiðablik sem við myndum venjulega ekki fá. Vonandi hjálpar það okkur."

Eruð þið með markmið í deildinni þegar kemur að því að ná ákveðnu sæti?

„Fyrir okkur snýst þetta um að halda okkur á lífi í deildinni. Ég held að við séum sigri eða tveimur frá því og leikurinn gegn Keflavík í næstu viku er risastór. Svo sjáum við bara til. Á þessum tímapuntki, Í hreinskilni, myndi ég frekar taka því að vinna bikarinn og enda í áttunda sæti heldur en að enda í 3. sæti," sagði Nik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner