Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 20. júlí 2024 21:19
Elvar Geir Magnússon
Forseti Inter: Albert er ekki lengur á okkar blaði
Albert fagnar marki í landsleik.
Albert fagnar marki í landsleik.
Mynd: Getty Images
Giuseppe Marotta forseti Inter segir að félagið sé ekki lengur að vinna í því að fá Albert Guðmundsson frá Genoa. Inter var í viðræðum um möguleg kaup á íslenska landsliðsmanninum.

Ítalskir fjölmiðlar segja að verðmiðinn á Alberti hafi fælt Inter frá því að kaupa hann.

„Hann er ekki lengur á blaði hjá okkur. Sem stendur erum við sóknarmenn fulla af gæðum og mörkum. Hann er ekki sá sem við þurfum sem stendur," segir Marotta.

Þá hefur Marotta staðfest að Lautaro Martínez hafi skrifað undir nýjan samning en fréttatilkynning sé væntanleg þegar Argentínumaðurinn snýr aftur til starfa eftir sumarfrí.
Athugasemdir
banner
banner
banner