Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
banner
   sun 20. ágúst 2023 21:17
Sölvi Haraldsson
Ágúst Eðvald: Núna getum við farið að einbeita okkur að Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við spila fínt í dag. Við sköpuðum okkur fullt af færum og spiluðum virkilega fínan leik.“ sagði Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Breiðabliks, sem skoraði bæði mörk Blika í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Keflavík

Eftir kannski erfiðan fyrri hálfleik fyrir Breiðablik náðu þeir stjórn á leiknum frá A til Ö í seinni hálfleik, en var þetta þolinmæðisverkefni í seinni hálfleik að bíða eftir rétta færinu og taka það?

„Já þetta var pínu þannig í dag. Við fengum samt fullt af færum í fyrri hálfleik til þess að skora fleiri mörk. Síðan fáum við á okkur mjög þreytt mark. En í seinni hálfleik var þetta bara stjórnun hjá okkur. Við spiluðum vel og sköpuðum okkur fullt af færum, það var virkilega gaman að spila í dag.“

Eftir erfitt tímabil í deildinni og að hafa dottið út úr bikarnum eiga Breiðablik FC Struga í næsta leik. Um er að ræða úrslitareinvígi um sæti í Sambandsdeildinni. Hvernig lýst Ágústi á vikuna?

„Ég get ekki beðið. Núna er þessi leikur búin og þá getum við farið að einbeita okkur að Evrópu. Það er bara æfing á morgun og síðan verður líklega fullt af fundum. Við þurfum að undirbúa okkur ekkert eðlilega vel fyrir leikinn úti.“


Athugasemdir
banner