Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   sun 20. ágúst 2023 21:17
Sölvi Haraldsson
Ágúst Eðvald: Núna getum við farið að einbeita okkur að Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við spila fínt í dag. Við sköpuðum okkur fullt af færum og spiluðum virkilega fínan leik.“ sagði Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Breiðabliks, sem skoraði bæði mörk Blika í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Keflavík

Eftir kannski erfiðan fyrri hálfleik fyrir Breiðablik náðu þeir stjórn á leiknum frá A til Ö í seinni hálfleik, en var þetta þolinmæðisverkefni í seinni hálfleik að bíða eftir rétta færinu og taka það?

„Já þetta var pínu þannig í dag. Við fengum samt fullt af færum í fyrri hálfleik til þess að skora fleiri mörk. Síðan fáum við á okkur mjög þreytt mark. En í seinni hálfleik var þetta bara stjórnun hjá okkur. Við spiluðum vel og sköpuðum okkur fullt af færum, það var virkilega gaman að spila í dag.“

Eftir erfitt tímabil í deildinni og að hafa dottið út úr bikarnum eiga Breiðablik FC Struga í næsta leik. Um er að ræða úrslitareinvígi um sæti í Sambandsdeildinni. Hvernig lýst Ágústi á vikuna?

„Ég get ekki beðið. Núna er þessi leikur búin og þá getum við farið að einbeita okkur að Evrópu. Það er bara æfing á morgun og síðan verður líklega fullt af fundum. Við þurfum að undirbúa okkur ekkert eðlilega vel fyrir leikinn úti.“


Athugasemdir