Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
   sun 20. ágúst 2023 21:17
Sölvi Haraldsson
Ágúst Eðvald: Núna getum við farið að einbeita okkur að Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við spila fínt í dag. Við sköpuðum okkur fullt af færum og spiluðum virkilega fínan leik.“ sagði Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Breiðabliks, sem skoraði bæði mörk Blika í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Keflavík

Eftir kannski erfiðan fyrri hálfleik fyrir Breiðablik náðu þeir stjórn á leiknum frá A til Ö í seinni hálfleik, en var þetta þolinmæðisverkefni í seinni hálfleik að bíða eftir rétta færinu og taka það?

„Já þetta var pínu þannig í dag. Við fengum samt fullt af færum í fyrri hálfleik til þess að skora fleiri mörk. Síðan fáum við á okkur mjög þreytt mark. En í seinni hálfleik var þetta bara stjórnun hjá okkur. Við spiluðum vel og sköpuðum okkur fullt af færum, það var virkilega gaman að spila í dag.“

Eftir erfitt tímabil í deildinni og að hafa dottið út úr bikarnum eiga Breiðablik FC Struga í næsta leik. Um er að ræða úrslitareinvígi um sæti í Sambandsdeildinni. Hvernig lýst Ágústi á vikuna?

„Ég get ekki beðið. Núna er þessi leikur búin og þá getum við farið að einbeita okkur að Evrópu. Það er bara æfing á morgun og síðan verður líklega fullt af fundum. Við þurfum að undirbúa okkur ekkert eðlilega vel fyrir leikinn úti.“


Athugasemdir
banner