Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 20. september 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Keita nálgast endurkomu - Ólíklegt að Origi spili gegn Chelsea
Liverpool hefur fengið góðar fréttir en miðjumaðurinn Naby Keita er byrjaður að æfa á fullu með aðalliði félagsins á nýjan leik eftir meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

„Naby Keita er byrjaður að æfa með liðinu. Í dag er fyrsta æfing hans með aðalliðinu," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á fréttamannafundi í dag.

Klopp segir ólíklegt að Divock Origi verði með Liverpool gegn Chelsea á sunnudag.

Origi meiddist á ökkla gegn Newcastle um síðustu helgi og var ekki með í tapinu gegn Napoli í vikunni.

Markvörðurinn Alisson er áfram í endurhæfingu eftir meiðsli sín í 1. umferðinin gegn Norwich. Alisson er í sérstökum æfingum og er ekki ennþá byrjaður að æfa með liðsfélögum sínum.
Athugasemdir
banner