Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 20. september 2019 22:16
Mist Rúnarsdóttir
Nik: Það vilja allar vera áfram
Kvenaboltinn
Nik stýrir Þrótti í Pepsi Max næsta sumar og býst við að halda öllum leikmönnum áfram
Nik stýrir Þrótti í Pepsi Max næsta sumar og býst við að halda öllum leikmönnum áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábært. Við erum búin að bíða eftir þessu í nokkrar vikur. Stóra atriðið í dag er samt að frammistaða stelpnanna var eins og sönnum meisturum sæmir,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 9-0 stórsigur á Grindavík í lokaleik Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 9 -  0 Grindavík

Aðspurður um upplegg dagsins svaraði Nik:

„Ég sagði þeim bara að slaka á og njóta þess að spila. Og reyndar líka að láta mig ekki öskra of mikið á þær,“ bætti Nik við kíminn.

„Þetta var erfið deild. Þetta var þriðja árið mitt í henni og hún er alltaf að styrkjast. En ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér við bara vera skrefi framar en önnur lið í ár. En þetta ár var þetta ár og það næsta verður allt öðruvísi,“ sagði Nik um deildina í sumar.

Þjálfarinn framlengdi samning sinn við Þrótt fyrir nokkrum vikum og ljóst að hann stýrir liðinu áfram. Hann er bjartsýnn á að halda öllum leikmönnum áfram. Einnig þeim Lauren Wade og Oliviu Bergau, en þær halda þó heim eftir tímabilið til að hitta fjölskyldur sínar og skoða sín mál í rólegheitum.

Nik bætti svo við að hann vonaðist til að karlalið Þróttar næði góðum úrslitum á morgun svo allir Þróttarar gætu fagnað vel saman á lokahófi félagsins annað kvöld.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Nik í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner