Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fös 20. september 2019 22:16
Mist Rúnarsdóttir
Nik: Það vilja allar vera áfram
Kvenaboltinn
Nik stýrir Þrótti í Pepsi Max næsta sumar og býst við að halda öllum leikmönnum áfram
Nik stýrir Þrótti í Pepsi Max næsta sumar og býst við að halda öllum leikmönnum áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábært. Við erum búin að bíða eftir þessu í nokkrar vikur. Stóra atriðið í dag er samt að frammistaða stelpnanna var eins og sönnum meisturum sæmir,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 9-0 stórsigur á Grindavík í lokaleik Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 9 -  0 Grindavík

Aðspurður um upplegg dagsins svaraði Nik:

„Ég sagði þeim bara að slaka á og njóta þess að spila. Og reyndar líka að láta mig ekki öskra of mikið á þær,“ bætti Nik við kíminn.

„Þetta var erfið deild. Þetta var þriðja árið mitt í henni og hún er alltaf að styrkjast. En ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér við bara vera skrefi framar en önnur lið í ár. En þetta ár var þetta ár og það næsta verður allt öðruvísi,“ sagði Nik um deildina í sumar.

Þjálfarinn framlengdi samning sinn við Þrótt fyrir nokkrum vikum og ljóst að hann stýrir liðinu áfram. Hann er bjartsýnn á að halda öllum leikmönnum áfram. Einnig þeim Lauren Wade og Oliviu Bergau, en þær halda þó heim eftir tímabilið til að hitta fjölskyldur sínar og skoða sín mál í rólegheitum.

Nik bætti svo við að hann vonaðist til að karlalið Þróttar næði góðum úrslitum á morgun svo allir Þróttarar gætu fagnað vel saman á lokahófi félagsins annað kvöld.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Nik í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir