29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 20. september 2019 22:16
Mist Rúnarsdóttir
Nik: Það vilja allar vera áfram
Kvenaboltinn
Nik stýrir Þrótti í Pepsi Max næsta sumar og býst við að halda öllum leikmönnum áfram
Nik stýrir Þrótti í Pepsi Max næsta sumar og býst við að halda öllum leikmönnum áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábært. Við erum búin að bíða eftir þessu í nokkrar vikur. Stóra atriðið í dag er samt að frammistaða stelpnanna var eins og sönnum meisturum sæmir,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 9-0 stórsigur á Grindavík í lokaleik Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 9 -  0 Grindavík

Aðspurður um upplegg dagsins svaraði Nik:

„Ég sagði þeim bara að slaka á og njóta þess að spila. Og reyndar líka að láta mig ekki öskra of mikið á þær,“ bætti Nik við kíminn.

„Þetta var erfið deild. Þetta var þriðja árið mitt í henni og hún er alltaf að styrkjast. En ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér við bara vera skrefi framar en önnur lið í ár. En þetta ár var þetta ár og það næsta verður allt öðruvísi,“ sagði Nik um deildina í sumar.

Þjálfarinn framlengdi samning sinn við Þrótt fyrir nokkrum vikum og ljóst að hann stýrir liðinu áfram. Hann er bjartsýnn á að halda öllum leikmönnum áfram. Einnig þeim Lauren Wade og Oliviu Bergau, en þær halda þó heim eftir tímabilið til að hitta fjölskyldur sínar og skoða sín mál í rólegheitum.

Nik bætti svo við að hann vonaðist til að karlalið Þróttar næði góðum úrslitum á morgun svo allir Þróttarar gætu fagnað vel saman á lokahófi félagsins annað kvöld.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Nik í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner