Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. september 2019 13:04
Elvar Geir Magnússon
Svona er spennan fyrir lokaumferð Inkasso
Grótta er í bílstjórasætinu í baráttunni um að komast upp en Leiknir á möguleika.
Grótta er í bílstjórasætinu í baráttunni um að komast upp en Leiknir á möguleika.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Þróttur tekur á móti Aftureldingu.
Þróttur tekur á móti Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Inkasso-deildarinnar fer fram á morgun og þá ræðst hvort Grótta eða Leiknir muni fylgja Fjölni upp og hvaða lið mun falla með Njarðvík.

Laugardagur:
14:00 Grótta-Haukar (Vivaldivöllurinn)
14:00 Keflavík-Fjölnir (Nettóvöllurinn)
14:00 Leiknir R.-Fram (Leiknisvöllur)
14:00 Þór-Magni (Þórsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Afturelding (Eimskipsvöllurinn)
14:00 Víkingur Ó.-Njarðvík (Ólafsvíkurvöllur)

Hver fær bikarinn?
Fjölnismenn eru komnir með sæti í Pepsi Max en góð markatala liðsins gerir það að verkum að það er öruggt með efsta sætið með því að forðast tap gegn Keflavík.

Hverjir fylgja Fjölni upp?
Grótta er með málin í sínum höndum. Liðið mætir Haukum sem eru að berjast í fallbaráttunni. Ef Grótta tapar ekki þá mun liðið vinna það frækna afrek að komast upp í efstu deild.

Sú staða er fyrir leik Gróttu og Hauka að jafntefli tryggir Gróttu upp og tryggir áframhaldandi veru Hauka í deildinni. Grótta getur komist upp þrátt fyrir tap ef Leiknir vinnur ekki Fram.

Leiknismenn þurfa að vinna Fram og treysta á að Haukar vinni Gróttu. Það gæti samt ekki dugað því Grótta hefur +10 í markatölu og Leiknir +8.

Sem dæmi þá kemst Leiknir ekki upp með eins marks sigri ef Grótta tapar með einu. Leiknir þyrfti þá að vinna með tveggja marka mun að minnsta kosti.

Hverjir falla með Njarðvík?
Mikil spenna er fyrir innbyrðis fallbaráttuslag Þróttar og Aftureldingar (22 stig). Ljóst er að Þróttur fellur ef liðið tapar þeim leik þar sem liðið er í fallsætinu með 21 stig.

Magni (22 stig) og Haukar (22 stig) eru líka enn í fallhættu og getur ýmislegt gengið á í fallbaráttunni. Það mikið að ómögulegt er að fara yfir það í einni léttri útskýringafrétt.

Baráttan um gullskóinn
Helgi Guðjónsson hjá Fram er markahæstur með 15 mörk. Pétur Theódór Árnason hjá Gróttu er með 14 mörk og Rafael Victor hjá Þrótti með 12 mörk. Alvaro Montejo hjá Þór er með 10 mörk.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner