Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 20. september 2021 16:11
Elvar Geir Magnússon
Fyrsti erlendi dómarinn sem dæmir í ensku úrvalsdeildinni
Enska úrvalsdeildin opinberaði í dag hverjir sjá um að dæma leiki næstu umferðar í deildinni.

Þar ber helst til tíðinda að Jarred Gillett mun dæma leik Watford og Newcastle á laugardaginn.

Gillett er Ástrali og verður hann fyrsti erlendi dómarinn sem dæmir leik í ensku úrvalsdeildinni.

Gillett er 34 ára gamall og hefur verið valinn fimm sinnum sem besti dómari Ástralíu. Hann flutti til Englands til að nema við John Moore háskólann í Liverpool.

Hann hefur verið að dæma í Championship-deildinni en dæmir nú sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni.

Michael Oliver dæmir stórleik Chelsea og Manchester City í hádeginu á laugardag en á sama tíma dæmir Mike Dean leik Manchester United og Aston Villa. Stuart Attwell dæmir leik Brentford og Liverpool.
Athugasemdir