Árni Vilhjálmsson brást á ögurstundu á vítapunktinum þegar hann hefði getað jafnað fyrir Breiðablik gegn FH og þá varði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, frá Pálma Rafni Pálmasyni í KR í uppbótartíma.
Ef þessar vítaspyrnur hefðu endað inni væri staðan í titilbaráttunni allt önnur en hún er núna þegar lokaumferðin er eftir.
Bjarki rýnir meðal annars í viðbragðstíma Árna frá því að dómarinn flautar vítið á og aðhlaup hefst.
„Þegar allt er undir - Þá borgar sig að draga inn andann djúpt, og fara af stað eftir að þú andar út.. Sem gerist ekki eftir 0,76 sekúndur. Árni sagðist ekki finna fyrir pressu í viðtali við Fótbolta.net eftir Valsleikinn. Sem ég dreg í efa," skrifar Bjarki.
Meira um víti..
— Bjarki Már Ólafsson (@bjarkiolafs) September 20, 2021
Árni er frábær vítaskytta, ekki klúðrað víti síðan árið 2013.
Rútínan alltaf sú sama - Hendur á mjaðmir, augun á dómarann, fyrsta skref - vinstri fótur niður, fjögur skref fram - innnanfótar skot.
Þráður.. pic.twitter.com/bNkbv46re0
Víti Árna í sumar eru 6:
— Bjarki Már Ólafsson (@bjarkiolafs) September 20, 2021
- Valur í 12. umferð. Viðbragðstími: 1,52 sek
- FH í 13. - 1,32 sek
- Aberdeen í UCL - 1,20 sek
- ÍA í 17. - 1,48 sek
- Valur í 20. - 0,92 sek
- FH í 21. - 0,76 sek
Pressan í síðustu tveimur vítunum gríðarleg og viðbragðstíminn minnkar eftir því.
Pressa er eðlilegur hluti af íþróttum. Það finna allir fyrir pressu á einhverjum tímapunkti. Að afneita pressu í stað þess að horfast í augu við hana, draga inn andann og ná aukinni stjórn á henni, getur verið það sem skilur á milli þess hvort þú skorir eða ekki. Vinnir eða tapir
— Bjarki Már Ólafsson (@bjarkiolafs) September 20, 2021
Þá birtir Bjarki myndskeið af síðustu sjö vítaspyrnum Pálma en þar sést að hann velur sér alltaf sama hornið til að skjóta í.
Hvert ætli Pálmi setji hann? Síðustu 7 víti gætu gefið hugmynd um það 🤔 pic.twitter.com/4U8ICQ8v0L
— Bjarki Már Ólafsson (@bjarkiolafs) September 20, 2021