Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
banner
   mán 20. september 2021 13:06
Elvar Geir Magnússon
Greinir vítaklúðrin í gær - „Það finna allir fyrir pressu"
Bjarki Már Ólafsson.
Bjarki Már Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Bjarki Már Ólafsson, leikgreinandi hjá Al Arabi í Katar, birtir áhugaverðar færslur á Twitter þar sem hann greinir vítaklúðrin í Pepsi Max-deildinni í gær.

Árni Vilhjálmsson brást á ögurstundu á vítapunktinum þegar hann hefði getað jafnað fyrir Breiðablik gegn FH og þá varði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, frá Pálma Rafni Pálmasyni í KR í uppbótartíma.

Ef þessar vítaspyrnur hefðu endað inni væri staðan í titilbaráttunni allt önnur en hún er núna þegar lokaumferðin er eftir.

Bjarki rýnir meðal annars í viðbragðstíma Árna frá því að dómarinn flautar vítið á og aðhlaup hefst.

„Þegar allt er undir - Þá borgar sig að draga inn andann djúpt, og fara af stað eftir að þú andar út.. Sem gerist ekki eftir 0,76 sekúndur. Árni sagðist ekki finna fyrir pressu í viðtali við Fótbolta.net eftir Valsleikinn. Sem ég dreg í efa," skrifar Bjarki.



Þá birtir Bjarki myndskeið af síðustu sjö vítaspyrnum Pálma en þar sést að hann velur sér alltaf sama hornið til að skjóta í.


Athugasemdir
banner
banner