Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. september 2021 09:10
Elvar Geir Magnússon
Verður Pogba launahæsti leikmaður í sögu deildarinnar?
Powerade
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman.
Ronald Koeman.
Mynd: EPA
Pogba, Haaland, Olmo, Lingard, Bailly, Tchouameni og fleiri í slúðurpakkanum. BBC tekur saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Barcelona er tilbúið að gera tilboð í norska sóknarmanninn Erling Haaland (21) hjá Borussia Dortmund, franska miðjumanninn Paul Pogba (28) hjá Manchester United og spænska sóknarmiðjumanninn Dani Olmo (23) hjá RB Leipzig. (Mundo Deportivo)

Samningur Pogba við Manchester United rennur út næsta sumar en félagið er tilbúið að bjóða honum 400 þúsund pund í vikulaun og gera hann að launahæsta úrvalsdeildarleikmanni sögunnar. (Express)

Jesse Lingard (28) og Eric Bailly (27) eru meðal leikmanna sem gætu verið seldir frá Manchester United í janúar. (Sun)

Chelsea og Juventus munu berjast um franska U21 landsliðsmiðjumanninn Aurelien Tchouameni (21) hjá Mónakó í janúarglugganum. (Tuttomercatoweb)

Liverpool, Tottenham og Juventus munu öll reyna að fá franska vængmanninn Kingsley Coman (25) frá Bayern München. (Fichajes)

Chelsea hefur einnig áhuga á Coman eftir að fyrrum íþróttastjóri Bayern München sagðist telja að hann færi frá félaginu. (Mirror)

Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér eftir fréttir um að Joan Laporta forseti félagsins sé að gera lista yfir mögulega eftirmenn hans. (Express)

Harry Kane (28), sóknarmaður Tottenham, gæti verið að finna áhrifin á því að ekkert varð úr sölu til Manchester City í sumar. (TalkSport)

Juventus var að semja við Gianluigi Donnarumma (22) á frjálsri sölu í sumar en þurfti að hætta við af fjárhagslegum ástæðum. Paris St-Germain samdi þá við ítalska markvörðinn. (Goal)

Leonardo, íþróttastjóri PSG, segir það ekki rétt að Lionel Messi (34) muni fá yfir 30 milljónir punda á hverju tímabili fyrir þriggja ára samninginn. (Mail)

Manchester United er í viðræðum við Jesse Lingard (28) um nýjan samning. Portúgalinn Bruno Fernandes (27) og bakvörðurinn Luke Shaw (26) eru svo næstir í viðræður. (Fabrizio Romano)

Arsenal undirbýr 20 milljóna punda tilboð í hollenska U21 landsliðsmanninn Noa Lang (22) hjá Club Brugge. (Fichajes)

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, kemur Jadon Sancho (21) til varnar en hann hefur farið rólega af stað eftir kaupin frá Borussia Dortmund. (Sky Sports)

Paolo Maldini hjá AC Milan er bjartsýnn á að félagið nái að gera nýjan samning við Franck Kessie (24) en samningur miðjumannsins rennur út næsta sumar. (SportsMole)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner