Enski varnarmaðurinn Ezri Konsta hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa, en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Konsa, sem er 25 ára gamall miðvörður, kom til Aston Villa frá Brentford fyrir fjórum árum og spilað stórt hlutverk í vörn liðsins síðan.
Varnarmaðurinn hefur spilað 145 leiki, gert sex mörk og lagt upp tvö á tíma sínum hjá félaginu.
Hann hefur byrjað alla fimm deildarleiki liðsins á þessari leiktíð og nú verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu undanfarin ár.
Konsa skrifaði í dag undir langtímasamning við félagið en það má áætla að samningurinn sé til næstu fimm ára.
Athugasemdir