Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. október 2019 18:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Keano myndi ekki segja að þetta væri brot
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill meina að það hafi verið hárrétt dómaraákvörðun að dæma ekki mark af Manchester United í 1-1 jafnteflinu gegn Liverpool.

Liverpool-menn vildu meina að markið hefði verið ólöglegt þar sem brotið hefði verið á Divock Origi áður en United fór í sóknina sem endaði með marki Marcus Rashford.

Markið var skoðað með VAR, en það var ekki dæmt af.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skildi ekki alveg þá ákvörðun, en Solskjær var sammála henni.

„Það var kannski örlítil snerting, en það er ekki augljóst brot. Þetta er fótbolti og tæklingar eru enn leyfðar. Seinna markið (markið sem var dæmt af Liverpoo) var hendi," sagði Solskjær.

„Þetta var aldrei brot. Keano (Roy Keane) myndi ekki segja að þetta hafi verið brot."

Myndband af marki Rashford má sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner