Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. október 2021 17:15
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmaðurinn sem hneig niður er á mjög góðum batavegi
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur tilkynnt að stuðningsmaðurinn sem hneig niður í leiknum gegn Tottenham á sunnudag sé á mjög góðum batavegi og með skýra hugsun.

Leikurinn var stöðvaður þegar Alan George Smith, sem er 80 ára gamall, hneig niður í stúkunni og er talið að hann hafi fengið hjartaáfall.

Smith mun vera áfram á sjúkrahúsi næstu daga á meðan frekari skoðun fer fram.

Fjölskylda hans þakkar öllum þeim sem aðstoðuðu eftir að þetta óhugnalega atvik og þann stuðning sem þau hafi fengið frá leikmönnum beggja liða.

„Hann röltir um herbergið á sjúkrahúsinu og spjallar. Hann hlakkar til að komast aftur á St. James' Park sem fyrst," segir sonur Smith.

Leikurinn var stöðvaður á 40. mínútu þegar Eric Dier og Sergio Regiulon létu dómarann vita af því eitthvað væri í gangi í stúkunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner