Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. október 2021 16:35
Elvar Geir Magnússon
Tottenham mætir með varaliðið til Hollands
Nuno Espirito Santo.
Nuno Espirito Santo.
Mynd: EPA
Nuno Espirito Santo hefur ákveðið að hvíla lið sitt í Sambandsdeildarleik gegn Vitesse í Hollandi á morgun.

Tottenham er á toppi G-riðils á markatölu en liðið hefur fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum.

Enginn af þeim útileikmönnum sem byrjuðu 3-2 sigurinn gegn Newcastle á sunnudaginn ferðuðust til Hollands.

Nuno var spurður að því hvort hann væri að taka áhættu með því að hvíla svona marga?

„Nei þetta snýst ekki um það. Ef einhver hefur þá tilfinningu get ég ekki gert neitt í því. Maður þarf að taka ákvarðanir og allar ákvarðanir hafa einhverja áhættu með sér," segir Nuno.

Tottenham leikur gegn West Ham í úrvalsdeildinni á sunnudaginn og svo gegn Burnley í deildabikarnum næsta miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner