Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. október 2021 10:25
Elvar Geir Magnússon
Trippier vill snúa aftur til Englands - Solskjær hreinsar úr hópnum
Powerade
Mason Mount.
Mason Mount.
Mynd: EPA
Kieran Trippier.
Kieran Trippier.
Mynd: Getty Images
Ricardo Pepi.
Ricardo Pepi.
Mynd: Getty Images
Mount, Fati, Trippier, Adeyemi, De Ligt, Pepi, Howe og fleiri í slúðurpakkanum í dag.

Chelsea er tilbúið að gera Mason Mount (22) einn launahæsta leikmann félagsins. Samningaviðræður eru að fara að hefjast. (Goal)

Spænski framherjinn Ansu Fati (18) er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Barcelona en samningurinn verður með sama riftunarákvæði og samningur Pedri, 1 milljón evra. (Fabrizio Romano)

Enski hægri bakvörðurinn Kieran Tripper (31), sem var orðaður við Manchester United í sumar, segir að hann myndi elska það að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. (Mirror)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, mun hreinsa út að minnsta kosti fimm leikmenn úr hópnum þegar glugginn opnar í janúar. Donny van de Beek (24) virðist fyrstur í röðinni yfir þá sem eru á útleið. (Sun)

Liverpool, Borussia Dortmund og RB Leipzig hafa áhuga á þýska framherjanum Karim Adeyemi (19) hjá RB Zalzburg en þurfa að borga milli 30 og 40 milljónir punda fyrir hann. (ORF)

Eddie Howe, Paulo Fonseca og Lucien Favre hafa allir fundað með Newcastle United undanfarna daga. (90 Min)

Roma hefur áhuga á Anwar El Ghazi (26), sóknarleikmanni Aston Villa. Villa er tilbúið að selja Hollendinginn fyrir 18 milljónir punda. (Football Insider)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester City, hefur hrósað Youri Tielemans (24). Leicester hyggst gera nýjan samning við belgíska landsliðsmanninn en núgildandi samningur rennur út í lok næst tímabils. (Mail)

Ricardo Pepi (18), sóknarmaður FC Dallas og Bandaríkjanna, er undir smásjám stórra evrópskra félaga eftir að hann fór fram á sölu. Þar á meðal Liverpool og Bayern München. En ungstirnið hefur þegar náð samkomulagi við Wolfsburg um kaup og kjör. (CBS Sport)

Aston Villa þarf að hafa hraðar hendur til að fá argentínska framherjann Julian Alvarez (21) frá River Plate því AC Milan hefur einnig áhuga á að fá hann. (Calciomercato)

Joe Rothwell (26), miðjumaður Blackburn Rovers, er ekki á leið til Newcastle eða Leeds þar sem hann hefur ákveðið að semja við Rangers. (TeamTalk)

West Ham United hefur áhuga á brasilíska markverðinum Neto (32) hjá Barcelona en honum er frjálst að yfirgefa Nývang á láni í janúar ef félagið sem fær hann samþykkir að kaupa hann næsta sumar. (Sport)

Ole Gunnar Solskjær segir að Manchester United þurfi að ákveða fyrir jól hvort það eigi að halda Fílabeinsstrendingnum Amad Diallo (19) eða senda hann á lán í janúar. (Football Italia)

Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt (22) er óánægður með hlutverk sitt hjá Juventus. Umboðsmaðurinn Mino Raiola hefur rætt við Barcelona um möguleika á að hann fari þangað. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner