Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 20. október 2022 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég gæti skipulagt flug til Danmerkur en ekki til baka"
Jesper Juelsgård.
Jesper Juelsgård.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgaard er á meðal leikmanna sem eru á förum frá Val eftir leiktíðina.

Það kom fram á Vísi að Arnór Smárason, Jesper Juelsgaard, Heiðar Ægisson og Sebastian Hedlund væru á förum frá félaginu að þessu tímabili loknu.

Juelsgaard, sem er 33 ára, kom til Vals frá AGF í Árósum fyrir þessa leiktíð. Hann hefur á þessari leiktíð spilað 24 leiki í Bestu deildinni og skorað tvö mörk.

Juelsgaard var með samning út næstu leiktíð en Valur var með riftunarákvæði og ákvað að nýta sér það. Hann segir í samtali við Vísi að sér hafi verið brugðið. Hann hélt að hann væri á leið á fund til að ræða um flug til Danmerkur fyrir frí eftir tímabilið.

„Áður en að við komumst í að ræða það var pappírunum fleygt á borðið og mér sagt að komið væri að leiðarlokum. Ég gæti skipulagt flug til Danmerkur en ekki til baka. Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu," sagði Juelsgaard.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég mjög undrandi á þessu. Þetta var algjört áfall. Ég veit að það er ýmislegt að gerast og nýr þjálfari að mæta, en ég tel mig persónulega hafa átt mjög gott tímabil, þar sem ég spilaði nánast hverja mínútu, í mismunandi stöðum."

Juelsgaard, sem á að baki tvo A-landsleiki, bætir við að hann og fjölskylda sín séu búin að koma sér vel fyrir á Íslandi og hljómar það eins og hann geti vel hugsað sér að vera áfram hér á landi ef það býðst.

Arnar Grétarsson er að taka við Val eftir leiktíðina og er byrjaður að móta sinn leikmannahóp.
Athugasemdir
banner
banner
banner