Cristiano Ronaldo neitaði að koma inn á sem varamaður hjá Manchester United gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
Þetta kemur fram á Daily Mail.
Þetta kemur fram á Daily Mail.
Ronaldo fór heim í fýlu áður en flautað var til leiksloka í gær. Hann byrjaði á bekknum og kom ekkert við sögu.
Núna segir Mail að Ronaldo hafi átt að koma inn á undir lokin en hafi neitað beiðni Erik ten Hag, stjóra Man Utd, um það. Hann fór svo heim.
Ronaldo, sem hefur ekki verið í stóru hlutverki í upphafi tímabils, vildi yfirgefa Man Utd í sumar til þess að spila í Meistaradeildinni en fékk ekki ósk sína uppfyllta. Það er möguleiki á því að hann muni yfirgefa félagið í janúar. Myndi það líklega vera best fyrir alla, sérstaklega í ljósi þess hvernig United spilaði án hans í gærkvöldi.
Samband portúgölsku ofurstjörnunnar við Ten Hag er ekki gott og Hollendingurinn vill leyfa honum að fara. Það verður samt sem áður erfitt fyrir hann að finna félag sem bæði vill hann og hefur efni á honum í janúar.
Fyrrum hetjur Man Utd þurfa að halda kjafti með þetta "Ten Hag er vondur við Ronaldo" bullshit. Liðið vann í gær, er á flottu róli og einfaldlega þarfnast hans ekki. Og hann heldur áfram að sýna að hann er ekki team player. Hvort styðjið þið United eða Ronaldo? Just shut up.
— Kristján Atli (@kristjanatli) October 20, 2022
Athugasemdir