Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. október 2022 09:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo fagnaði ekki með liðinu - Fór beint heim
Ronaldo hitar upp í gær.
Ronaldo hitar upp í gær.
Mynd: EPA
Eins og fram hefur komið þá fór Cristiano Ronaldo inn í klefa inn fyrir lokaflaut er Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Ronaldo tókst þarna að beina sviðsljósinu á sjálfan sig frekar en að bestu frammistöðu Man Utd á tímabilinu.

Ronaldo, sem er einn besti fótboltamaður sögunnar, kom ekki við sögu í leiknum og var hann augljóslega pirraður með það.

Í grein The Athletic kemur fram að Ronaldo hafi ekki stoppað lengi inn í klefa. Ronaldo dreif sig bara heim og fagnaði hann ekki með liðsfélögum. Það hafði þó engin áhrif á fagnaðarlætin hjá liðinu eftir leikinn - það var vel fagnað.

Þegar Erik ten Hag, stjóri Man Utd, var spurður út í framkomu Ronaldo í gær þá sagði hann: „Ég fer í þetta mál á morgun, ekki núna. Í kvöld fögnum við þessum sigri."

Ronaldo vildi yfirgefa Man Utd í sumar til þess að spila í Meistaradeildinni en fékk ekki ósk sína uppfyllta. Það er möguleiki á því að hann muni yfirgefa félagið í janúar. Myndi það líklega vera best fyrir alla, sérstaklega í ljósi þess hvernig United spilaði án hans í gærkvöldi.


Athugasemdir
banner
banner
banner