Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. nóvember 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Fullyrðir að Mourinho sé að taka við Tottenham
Mauricio Pochettino var rekinn og Jose Mourinho er að taka við
Mauricio Pochettino var rekinn og Jose Mourinho er að taka við
Mynd: Getty Images
Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri fullyrti á Twitter seint í gær að Jose Mourinho sé að taka við Tottenham Hotspur á Englandi.

Tottenham losaði sig við Mauricio Pochettino í gær eftir fimm og hálft ár í starfi en Sky Sports greindi svo frá því að félagið væri nú þegar í viðræðum við Mourinho um að taka við liðinu.

Þá fullyrðir Tancredi Palmeri á Twitter að Mourinho sé staðfestur sem nýr stjóri Tottenham en hann mun skrifa undir þriggja ára samning við félagið.

Mourinho er talinn líklegastur til að taka við en Carlo Ancelotti, Massimo Allegri og Julian Nagelsmann hafa einnig verið orðaðir við stöðuna.

Portúgalski stjórinn hefur verið í hlutverki sparkspekings á þessu tímabili hjá Sky Sports en virðist nú á leið aftur í þjálfun.
Athugasemdir
banner
banner