Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 07:11
Hafliði Breiðfjörð
Jose Mourinho tekur við Tottenham (Staðfest)
Jose Mourinho stýrir Tottenham næstu árin.
Jose Mourinho stýrir Tottenham næstu árin.
Mynd: Getty Images
Mourinho samdi við Tottenham út tímabilið 2022 - 2023.
Mourinho samdi við Tottenham út tímabilið 2022 - 2023.
Mynd: Getty Images
Tottenham staðfesti núna snemma í morgun að Jose Mourinho hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri liðsins. Hann tekur við starfinu af Mauricio Pochettino sem var rekinn frá félaginu í gærkvöldi.

Mourinho sem hefur áður stýrt Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni skrifaði undir samning við Tottenham sem gildir út tímabilið 2022 - 2023.

„Ég er spenntur yfir gæðunum í hópnum og akademíunni," sagði Portúgalinn eftir undirskriftina. „Það heillaði mig að vinna með þessum leikmönnum."

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, sagði: „Með Mourinho fáum við einn af farsælustu stjórum fótboltans."



Undir stjórn Pochettino komst Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð þar sem liðið tapaði gegn Liverpool í Madríd.

Argentínumaðurinn hafði tekið við liðinu í maí 2014 en undir hans stjórn náði liðið ekki að vinna titil. Félagið hefur ekki fengið titil síðan árið 2008 þegar deildabikarinn komi í hús.

Levy bætti við: „Mourinho er með mikla reynslu, getur gefið liðum innblástur og er frábær í taktík. Hann hefur unnið titla með hverju einasta liði sem hann hefur þjálfað. Við teljum að hann komi með kraft og trú inn í búningsklefann."

Það voru kannski hæg heimatökin að næla í Mourinho því hann býr enn í London. Hann hefur þrisvar unnið ensku úrvalsdeildina með Chelsea og enska FA bikarinn einu sinni. Hann vann Evrópudeild UEFA og deildabikarinn með Man Utd.

Hann vann á sínum tíma Meistaradeildina með Porto, ítölsku deildina, bikarinn og Meistaradeildina með Inter Milan og spænsku deildina með Real Madrid.

Hann hefur verið atvinnulaus síðan Man Utd rak hann í desember í fyrra. Tottenham er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki unnið leik í síðustu fimm umferðum. Mourinho hefur hafnað starfstilboðum frrá Kína, Spáni og Portúgal síðan Man Utd rak hann.
Athugasemdir
banner
banner