Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. nóvember 2019 09:25
Magnús Már Einarsson
Pochettino var búinn að missa klefann
Powerade
Mauricio Pochettino var rekinn í gær.
Mauricio Pochettino var rekinn í gær.
Mynd: Getty Images
Brottrekstur Mauricio Pochettino frá Tottenham og margt fleira í slúðurpakka dagsins.



Manchester City hefur hafið viðræður við Raheem Sterling (24) um nýjan samning. (Mirror)

Starfslokagreiðslur til Mauricio Pochettino og starfsmanna Tottenham gætu orðið ennþá hærri en þær 19,6 milljónir punda sem Manchester United þurfti að greiða Jose Mourinho og hans mönnum í desember 2018. (Mirror)

Pochettino var rekinn eftir að hafa misst tökin í búningsklefanum en hann var ekki að ná til leikmanna Tottenham. (Mail)

Pochettino var boðið að hætta í síðustu viku en hann vildi það ekki. Á endanum var hann rekinn í gær. (Telegraph)

Bayern Munchen er að fylgjast með Troy Parrott (17) framherja Tottenham. (Mail)

Chelsea fer fyrir íþróttadómstól Evrópu á morgun með áfrýjun á félagaskiptabanni sínu. Niðurstaða gæti hins vegar legið fyrir í lok desember. (Times')

Manchester United gæti þurft að greiða allt að 85 milljónir punda til að fá Erling Braut Haaland (19) framherja Red Bull Salzburg. (Standard)

John Terry segir ekki rétt að hann hafi óskað eftir því að Chelsea myndi kaupa Sergio Aguero áður en hann fór til Manchester City. (Mirror)

Robert Moreno ætlar að tjá sig um þá ákvörðun að hætta með spænska landsliðið þegar starfslokasamningur liggur fyrir. (AS)

St James'Park, heimavöllur Newcastle, kemur til greina sem leikvöllur fyrir æfingaleiki Englands fyrir EM 2020. (Times)
Athugasemdir
banner
banner