Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Segja að Pochettino fái 12 milljónir punda
Mynd: Getty Images
David Ornstein og félagar sem starfa fyrir íþróttafréttamiðilinn The Athletic segjast hafa heimildir fyrir því að Mauricio Pochettino hafi fengið 12 milljónir punda í starfslokagreiðslu frá Tottenham.

Pochettino neitaði að segja upp starfi sínu og þurfti Daniel Levy að reka hann til að ráða Portúgalann Jose Mourinho til starfa.

Í fréttinni segir að ástandið á æfingasvæði Tottenham hafi verið orðið óbærilegt. Pochettino var ósáttur með slakt gengi sinna manna og harðræðið orðið það mikið að leikmenn forðuðust augnsamband við þjálfara sinn til að forðast vandræði.

Pochettino starfaði hjá Tottenham í 5 og hálft ár án þess að vinna titla með félaginu. Hann kom liðinu þó á hærri stall en það var á þegar hann tók við, bæði á Englandi og í Evrópu.

12 milljónir punda jafngilda tæpum 2 milljörðum íslenskra króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner