Landsliðssóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er orðaður við Balikesirspor í tyrkneskum fjölmiðlum.
Balikesirspor hefur verið í tyrknesku B-deildinni síðan liðið féll úr efstu deild 2015.
Liðinu hefur gengið brösuglega á þessu tímabili og er í 15. sæti af 18 liðum í B-deildinni. Liðið hefur unnið fjóra af sautján leikjum en liðið er án sigurs síðan í nóvember.
Balikesirspor hefur verið í tyrknesku B-deildinni síðan liðið féll úr efstu deild 2015.
Liðinu hefur gengið brösuglega á þessu tímabili og er í 15. sæti af 18 liðum í B-deildinni. Liðið hefur unnið fjóra af sautján leikjum en liðið er án sigurs síðan í nóvember.
Árið 2016 gekk Kolbeinn í raðir tyrkneska stórliðsins Galatasaray en meiðsli gerðu það að verkum að hann náði ekkert að leika fyrir félagið.
Kolbeinn, sem er þrítugur, er ásamt Eiði Smára Guðjohnsen markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi með 26 mörk með landsliðinu. Meiðsli hafa gert honum ansi erfitt fyrir á ferlinum.
Hann er án félags eftir að hann yfirgaf AIK í Svíþjóð.
Athugasemdir