Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 21. janúar 2022 13:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tilboði Tottenham í Traore hafnað
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur boðið í Adama Traore leikmann Wolves. Tottenham hefur haft augastað á Traore í talsverðan tíma.

Traore á átján mánuði eftir af samningi sínum við Úlfana og Tottenham sér hann sem kost bæði í framlínuna sem og í hægri vængbakvörðinn.

Tottenham hefur boðið fimmtán milljónir punda en Wolves hafnaði því tilboði.

Traore er 25 ára spænskur landsliðsmaður og vill Antonio Conte, stjóri Tottenham, krækja í leikmanninn fyrir gluggalok.

Stjóri Wolves, Bruno Lage, er meðvitaður um að hann þurfi að selja áður en hann fær inn nýja leikmenn í glugganum. Traore kom til Wolves frá Middlesbrough árið 2018 á átján milljónir punda.

Tottenham er talið þurfa að bjóða 20-25 milljónir punda svo Úlfarnir samþykki tilboðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner