Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 21. febrúar 2024 12:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grótta fær kanadískan miðjumann (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Facebook

Grótta hefur fengið kanadískan miðjumann til liðs við sig fyrir átökin í Lengjudeild kvenna í sumar.


Hún heitir Emily Amano og er fædd árið 2000. Hún kemur til liðsins frá sænska félaginu Umea IK FF.

Þar á undan var hún í Golgate háskólanum í New York þar sem hún spilaði fótbolta og var lykilmaður liðsins.

„Emily er mjög tæknilega góður miðjumaður og getur bæði spilað sem sóknarsinnaður eða varnarsinnaður miðjumaður. Emily fékk frábær meðmæli frá Svíþjóð þar sem hún var lykilleikmaður í sterkri deild. Það verður afar spennandi að fylgjast með Emily í sumar.“ sagði Matthías Guðmundsson þjálfari Gróttu.

Grótta hafnaði í 4. sæti í Lengjudeildinni síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner