Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. mars 2021 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: PSG komið á toppinn
Mbappe skoraði tvö.
Mbappe skoraði tvö.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain er komið á toppinn í Frakklandi eftir útisigur gegn Lyon í kvöld.

Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur í toppbaráttunni en Neymar byrjaði á bekknum hjá PSG. Hann er að stíga upp úr meiðslum Brasilíumaðurinn.

PSG byrjaði mjög vel og var staðan 2-0 í hálfleik; Kylian Mbappe og Danilo með mörkin. Parísarliðið kláraði leikinn í byrjun seinni hálfleiks með tveimur mörkum, Angel Di Maria og Mbappe þá á skotskónum.

Lyon tókst að minnka muninn niður í 2-4 en lengra komust þeir ekki. Það var lokaniðurstaðan og er PSG núna á toppnum á markatölu. Lille er með 63 stig, eins og PSG, en Lille tapaði fyrir Nimes í kvöld. Lyon kemur svo í þriðja sæti með 60 stig.

Þetta er spennandi titilbarátta og verður gaman að fylgjast með henni á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner