Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. mars 2021 17:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ragnar spilað 45 mínútur á þessu ári - Ekki í hóp í dag
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Rukh Lviv gegn Dynamo Kiev. í úkraínsku úrvalsdeildinni í dag.

Rukh Lviv átti ekki mikinn möguleika í dag og tapaði leiknum örugglega, 3-0.

Ragnar kom til Lviv í janúar frá FC Kaupmannahöfn. „Ég mun alltaf vera stuðningsmaður FCK. Ég á ekki mörg ár eftir af ferlinum og vildi spila fleiri leiki og upplifa eitt ævintýri í viðbót. Nú hef ég tækifæri til þess," sagði hann eftir að félagaskiptin gengu í gegn.

Ragnar, sem er 34 ára, hefur hins vegar ekki spilað mikið. Hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik. Það var þann 8. mars í 4-0 tapi gegn Desna en hann spilaði bara hálfleik þar. Lviv er á botni úrvalsdeildarinnar í Úkraínu.

Hann hefur aðeins spilað 45 mínútur á þessu ári og er það auðvitað áhyggjuefni fyrir landsliðið. Hann er byrjunarliðsmaður í landsliðinu sem er að fara að spila fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni HM á næstu dögum. Fyrsti leikur er gegn Þýskalandi næsta fimmtudag.

Leikir A-landsliðsins:

FIMMTUDAGUR 25. MARS
19:45 Þýskaland - Ísland

SUNNUDAGUR 28. MARS
16:00 Armenía - Ísland

MIÐVIKUDAGUR 31. MARS
18:45 Liechtenstein - Ísland
Athugasemdir
banner
banner
banner