Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 21. mars 2021 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveimur leikjum frá því að skrá sig á spjöld sögunnar
Brendan Rodgers, stjóri Leicester.
Brendan Rodgers, stjóri Leicester.
Mynd: Getty Images
„Augljóslega er ég í skýjunum með þetta," sagði Brendan Rodgers, stjóri Leicester, eftir sigur gegn Manchester United í átta-liða úrslitum enska bikarsins í dag.

„Þetta var liðsframmistaða og það var allt flott við þennan leik hjá okkur. Við sýndum hugrekki að spila góðan fótbolta gegn einu besta liði Evrópu. Ég er svo ánægður fyrir hönd leikmanna og mér fannst við eiga þetta fyllilega skilið."

Kelechi Iheanacho hefur verið frábær að undanförnu fyrir Leicester. „Kelechi hefur alltaf lagt sitt af mörkum. Kannski var sjálfstraust hans ekki eins gott og það er núna en hann leggur sig svo mikið fram á hverjum einasta degi. Hann er að spila sinn besta fótbolta núna," sagði Rodgers.

„Ég sagði við leikmennina að þeir væru þremur leikjum frá því að skrá sig á spjöld sögunnar. Núna eru tveir leikir eftir. Við erum á réttri leið."

Leicester hefur aldrei unnið FA-bikarinn en fjórum sinnum komist í úrslit, síðast árið 1969. Leicester mætir Southampton í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner