Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   mið 21. apríl 2021 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Óvænt jafntefli hjá Inter - Andri settur inná en skipt aftur af velli
Topplið Inter gerði 1-1 jafntefli við nýlið Spezia í ítölsku deildinni í kvöld á meðan Juventus vann Parma 3-1. Andri Fannar Baldursson fékk þá að spreyta sig með Bologna eftir að liðsfélagi hans meiddist snemma leiks en var síðan skipt af velli í þeim síðari.

Bologna og Torino gerðu 1-1 jafntefli. Argentínski miðjumaðurinn Nicolas Dominguez meiddist snemma leiks og kom Andri Fannar inn á völlinn í stað hans.

Andri fékk gult spjald á 28. mínútu. Honum var síðan skipt af velli á 56. mínútu en Bologna gerði þrjár skiptingar. Andrea Poli og Mitchell Dijks fóru einnig af velli.

Lokatölur 1-1. Juventus vann þá Parma 3-1. Brasilíski vinstri bakvörðurinn Alex Sandro skoraði tvívegis fyrir Juventus og þá gerði hollenski miðvörðurinn Mathijs de Ligt eitt mark fyrir meistarana.

Inter gerði 1-1 jafntefli við Spezia. Diego Farias kom Spezia yfir á 12. mínútu áður en Ivan Perisic jafnaði undir lok fyrri hálfleiks. Inter hefði getað náð þrettán stiga forystu í deildinni en er nú tíu stigum á undan Milan sem er í öðru sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Genoa 2 - 2 Benevento
0-1 Nicolas Viola ('5 , víti)
1-1 Goran Pandev ('11 )
1-2 Gianluca Lapadula ('15 )
2-2 Goran Pandev ('21 )

Udinese 0 - 1 Cagliari
0-1 Joao Pedro ('55 , víti)

Spezia 1 - 1 Inter
1-0 Diego Farias ('12 )
1-1 Ivan Perisic ('39 )

Juventus 3 - 1 Parma
0-1 Gaston Brugman ('25 )
1-1 Alex Sandro ('43 )
2-1 Alex Sandro ('47 )
3-1 Matthijs de Ligt ('68 )

Crotone 0 - 1 Sampdoria
0-1 Fabio Quagliarella ('53 )

Bologna 1 - 1 Torino
1-0 Musa Barrow ('25 )
1-1 Rolando Mandragora ('58 )
Athugasemdir
banner
banner