Spænska stórliðið Real Betis mun dagana 6-8. júní næstkomandi standa fyrir hæfileikaleit á Íslandi í samstarfi við Fraser Sport Management og TFA Dubai.
Hæfileikaleitin fer fram á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ en leikmennirnir sem taka þátt æfa og spila undir stjórn þjálfara sem koma frá Real Betis á Spáni. Betis er eitt stærsta félagið á Spáni en það er í dag að berjast um sæti í Meistaradeildinni fyrir næsta tímabil.
Drengir á aldrinum 16-23 ára (Fæddir 1999-2006) geta sótt um að taka þátt í hæfileikaleitinni og þeir sem skara fram úr þar fara til Real Betis til æfinga í desember þar sem þeir spila gegn unglingaliði félagsins.
Samskonar hæfileikaleit fer einnig fram í Noregi, Filippseyjum og Dubai á þessu ári og bestu leikmennirnir frá þessum löndum fá síðan tækifæri til að heimsækja Betis í desember.