Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   sun 21. apríl 2024 12:59
Brynjar Ingi Erluson
Inzaghi verður áfram hjá Inter
Simone Inzaghi, þjálfari verðandi Ítalíumeistara Inter, verður áfram hjá félaginu á næstu leiktíð en þetta staðfesti Steven Zhang, forseti félagsins, við Sky.

Inter er með fjórtán stiga forystu á toppnum í Seríu A og er aðeins tveimur sigrum frá því að tryggja sér titilinn.

Liðið hefur spilað aðlaðandi fótbolta undir stjórn Inzaghi, sem hefur verið orðaður við félög á borð við Liverpool.

Áhugi annarra félaga heillar ekki Inzaghi sem ætlar að vera áfram í Mílanó.

„Það liggur enginn vafi á því að samstarf okkar mun halda áfram. Hann er stórkostlegur þjálfari og mun hann áfram vera mikilvægur hluti af okkar verkefni,“ sagði Zhang við Sky.
Athugasemdir
banner