Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 21. apríl 2025 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vardy sendir stuðningsfólki skilaboð
Mynd: EPA
Leicester City er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir mikið hörmungatímabil þar sem liðið er aðeins búið að safna sér 18 stigum í 33 deildarleikjum.

Leicester hefur skorað 27 mörk á deildartímabilinu og hefur hinn 38 ára gamli Jamie Vardy átt beinan þátt í 10 þeirra.

„Ég veit ekki hvað ég get sagt, það eru ekki til orð sem munu nokkurn tímann getað lýst þeim reiðis- og sorgartilfinningum sem ég hef fundið fyrir á þessu tímabili. Það eru engar afsakanir. Við brugðumst og við höfum engan stað til að fela okkur á," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Vardy, sem er fyrirliði félagsins.

„Ég hef verið hérna í svo langan tíma og upplifað ótrúlega sigra, en þetta tímabil hefur ekki verið neitt nema ömurlegt fyrir okkur sem lið og gjörsamlega vandræðalegt fyrir mig sem einstakling. Þetta er mjög sárt og ég veit að þið finnið það líka.

„Til stuðningsmanna: Ég er miður mín. Mér þykir leitt að við höfum ekki staðið okkur og mér þykir leitt að við þurfum að enda þetta tímabil svona ömurlega."


Leicester tók á móti verðandi meisturum Liverpool um helgina og tapaði 0-1 á heimavelli án þess að eiga marktilraun á rammann.



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner