Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 21. maí 2013 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjánsson: Blod på tanden
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var svekktur með 0-1 tap liðsins gegn FH í kvöld.

,,Vítaspyrnan var nú ekki það sem réði úrslitum í þessum leik, en að sjálfsögðu ef við hefðum skorað úr henni og leikurinn farið jafntefli þá hefði verið hálfgert óbragð í munninum á manni en við hefðum tekið þvi óbragði," sagði Ólafur.

,,Frammistaðan var einfaldlega ekki nógu góði til þess að fá einhvern skapaðan hlut úr þessum leik. Leikurinn spilaðist ekki vel af okkar hálfu, við vorum varnarlega veikir úti um allan völl, aftasta línan mjög óörugg, miðjan lenti undir."

,,Sendingarnar voru slakar, ákvörðunartaka ekki góð og í hreinskilni sagt var þetta slakur leikur hjá okkur. Menn eru svolítið að blekkja sig á því að það hafi ráðið úrslitum, segir kannski mikið um okkar hlutskipti í leiknum að við náðum ekki einu sinni að setja vítaspyrnu í leiknum."

,,Þetta var slakasta frammistaðan í langan tíma og það er fúlt að það skuli vera hér á Íslandsmóti gegn FH. Það reynir svolítið á það núna hvernig við erum skrúfaðir saman, það er ljóst að þú tapir leikjum og gerir mistök, það er ekki spurning hvort heldur hvernig þú bregst við því."

,,Mér fannst ágætt að hann kæmi út úr og sæi leikinn utan frá og ætti svo möguleika á því að koma inn á. Þetta spilaðist svolítið öðruvísi en ég hafði lagt upp og reikna með en það hafa allir gott af því að setjast á bekkinn og fá blod på tanden,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir