Svava Rós Guðmundsdóttir steig sín fyrstu skref í Pepsi-deildinni sumarið 2011. Það gerði hún með lið Vals en árið 2015 skipti hún yfir í Breiðablik og lék með Blikum út tímabilið 2017. Árið 2018 hélt Svava til Noregs og hún lék í eitt tímabil með Røa IL þar sem hún skoraði mikið af mörkum.
Á síðustu leiktíð lék hún svo undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur í Kristanstad í Svíþjóð. Svava á að baki 22 A-landsleiki og í þeim hefur hún skorað eitt mark. Í dag sýnir Svava á sér hina hliðina. Hún varð Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2015 og bikarmeistari sumarið 2016.
Á síðustu leiktíð lék hún svo undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur í Kristanstad í Svíþjóð. Svava á að baki 22 A-landsleiki og í þeim hefur hún skorað eitt mark. Í dag sýnir Svava á sér hina hliðina. Hún varð Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2015 og bikarmeistari sumarið 2016.
Fullt nafn: Svava Rós Guðmundsdóttir
Gælunafn: Ekkert
Aldur: 24 ára
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2011 á móti Breiðablik í Pepsi deildinni
Uppáhalds drykkur: Vatn
Uppáhalds matsölustaður: Austur Indíafélagið
Hvernig bíl áttu: Volkswagen T-cross
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Jack Ryan í augnablikinu
Uppáhalds tónlistarmaður: Luke Bryan...
Fyndnasti Íslendingurinn: Sóli Hólm
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Smartieskurl, snickerskurl & smá lúxus dýfu
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Einfalt “No” frá sport cheffinum
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: öll lið eru option
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Eugenie Le Sommer
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Steini Halldórs og Beta
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Frida Maanum í Linköping. Hún getur verið vel þreytandi
Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Piteå í undanúrslitum Svenska Cupen
Mestu vonbrigðin: Þegar við töpuðum úrslitaleiknum í Svenska Cupen...
Uppáhalds lið í enska: Manchester united
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Dagný Brynjars
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Áslaug Munda
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Björn Metúsalem
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Josefine Harryson
Uppáhalds staður á Íslandi: Skorradalurinn
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: leggjast upp í rúmið
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: NFL og smá með körfubolta
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Puma Future
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Íslenska vafðist fyrir mér
Vandræðalegasta augnablik:
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Fjolla Shala, Berglind Rós og Hildur Antons
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er afbragðs pílukastari
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju:
Hverju laugstu síðast: er svo léleg að ljúga, svo ég reyni að sleppa því bara
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: sumar sendingaræfingar
Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Það er öllum sama hérna í Svíþjóð. Þannig vakna um 9, borða morgunmat, út með hundinn. Stundum ræktin fyrir hádegi og svo bara æfing kl 16.
Athugasemdir