fös 21. maí 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirbyggjandi að Mist spilaði ekki - Hver er staðan á Öddu og Fanndísi?
Mist Edvardsdóttir
Mist Edvardsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís í leik snemma síðasta sumar.
Fanndís í leik snemma síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist Edvardsdóttir lék ekki gegn ÍBV þegar Valur vann 4-2 útisigur í Vestmannayejum á miðvikudag. Mist hafði byrjað tímabilið virkilega vel með Val en var ónotaður varamaður gegn ÍBV.

Mist fékk höfuðhögg á 44. mínútu gegn Fylki í síðustu viku og fór í kjölfarið af velli. Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, var spurður út í Mist í dag.

„Þetta var fyrirbyggjandi. Hún var klár í að spila þannig séð en ákváðum að hvíla hana alveg. Hún gat æft á fullu í gær og vonandi verður hún með í næsta leik,“ sagði Eiður.

Fanndís að koma til baka
Þær Fanndís Friðriksdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir eru að koma til baka eftir barnsburð.

„Það er ekki hægt að negla neina dagsetningu hvenær hún kemur inn í liðið, spurning um hvenær það hentar. Hún hefur æft vel og lítur mjög vel út.“

Ásgerður, Adda, átti barn nokkuð nýlega, er búist við því að hún verði eitthvað með í sumar?

„Við horfum á það sem algjöran bónus ef hún verður með. Þekkjandi karakterinn hennar þá má alveg gera ráð fyrir því að hún verði eitthvað með í sumar."

Jana Sól og Anna Rakel meiddar á mjöðm
Jana Sól Valdimarsdóttir hefur ekki verið með í upphafi tímabils og Anna Rakel Pétursdóttir var ónotaður varamaður gegn ÍBV, það vakti athygli fréttaritara.

„Jana Sól hefur verið í meðhöndlun, mestmegnis verið í gym-inu í þrjár vikur eftir eymsli í mjöðm og er núna að fara detta inn á fótboltaæfingar. Það er ekki alveg nákvæmlega vitað hvenær hún verður klár út á völl.“

„Rakel er bara meidd, hún meiddist á mjöðm og hefði þannig séð getað komið inn í einhverjar mínútur gegn ÍBV. Hún ætti að geta spilað næsta leik,"
sagði Eiður.

Næsti leikur Vals er gegn Breiðabliki næsta fimmtudag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 4 Valur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner