Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis var eðlilega svekktur yfir því að hafa farið tómhentur af Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skoruðu sigurmarkið í lok leiksins.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 0 Leiknir R.
„Þetta var hrikalega svekkjandi úr því sem komið var. Við erum hrikalega sterkir í teignum þegar við þurfum að koma okkur í skotgrafirnar," segir Sigurður.
„Mér fannst Valsmenn fá fullmikið af boltanum síðustu 20 mínúturnar. Við þurfum að læra af því og finna leiðir til að halda boltanum betur þegar stóru liðin herja á okkur."
Fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon var ekki með Leikni í dag og það bitnaði á sóknarleik liðsins. Sævar er meiddur í læri.
„Hann hefur verið tæpur frá því í byrjun móts. Hann var aðeins of slæmur í dag en vonandi verður hann klár gegn FH á þriðjudaginn."
Ofan á það meiddist Dagur Austmann í leiknum í kvöld.
„Það lítur ekki vel út. Hann hefur mögulega tognað illa, það eru einhverjar tvær til þrjár vikur.
Athugasemdir