Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
   lau 21. maí 2022 19:06
Stefán Marteinn Ólafsson
Hemmi Hreiðars: Við vorum miklu betri hérna í 90 mínútur
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjamenn tóku á móti Skagamönnum í dag á Hásteinsvelli þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiks í 7.umferð Bestu deildar karla.

ÍBV þurfa bíða aðeins lengur eftir fyrsta sigri sumarsins en þeir þurftu að bíta í það súra að ná ekki sigri hér í dag þrátt fyrir að fá vítaspyrnu djúpt inn í uppbótartímann.


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 ÍA

„Rosalegt svekkelsi eða vonbriði svona með úrslitin nátturlega eðlilega. Við vorum miklu betri hérna í 90 mínútur og spiluðum hrikalega góðan leik, bæði frábæran varnarleik og áttum stórskemmtilegar sóknir og fullt af dauðafærum. Þetta eiga að vera þrjú stig á venjulegum degi." Sagði Hermann Hreiðarsson þjáflari ÍBV eftir leikinn í dag. 

Eyjamenn lentu manni færri um miðjan seinni hálfleikinn þegar Elvis Bwomono fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt en það má vel færa rök fyrir því að bæði spjöldin hans í dag væru mikill óþarfi.

„Nei, ódýrt og hann býður upp á þetta og nátturlega svekkjandi að missa mann útaf svona en þetta endurspeglar svo sem svolítið karakterinn og viljann sem er í liðinu." 

Eyjamenn fengu vítaspyrnu langt inn í uppbótartímann þar sem Andri Rúnar Bjarnason og Hans Mpongo rifust aðeins um það hvort ætti að taka spyrnuna. Hemmi var ekki sáttur að sjá þessi rifrildi.

„Já það var agalegt, Andri er vítaskyttan og þetta á ekkert að vera vera nein spurning og myndi segja að þetta hafi verið alveg galið í rauninni." 

Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson í spilaranum hérna fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner