Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   lau 21. maí 2022 19:06
Stefán Marteinn Ólafsson
Hemmi Hreiðars: Við vorum miklu betri hérna í 90 mínútur
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjamenn tóku á móti Skagamönnum í dag á Hásteinsvelli þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiks í 7.umferð Bestu deildar karla.

ÍBV þurfa bíða aðeins lengur eftir fyrsta sigri sumarsins en þeir þurftu að bíta í það súra að ná ekki sigri hér í dag þrátt fyrir að fá vítaspyrnu djúpt inn í uppbótartímann.


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 ÍA

„Rosalegt svekkelsi eða vonbriði svona með úrslitin nátturlega eðlilega. Við vorum miklu betri hérna í 90 mínútur og spiluðum hrikalega góðan leik, bæði frábæran varnarleik og áttum stórskemmtilegar sóknir og fullt af dauðafærum. Þetta eiga að vera þrjú stig á venjulegum degi." Sagði Hermann Hreiðarsson þjáflari ÍBV eftir leikinn í dag. 

Eyjamenn lentu manni færri um miðjan seinni hálfleikinn þegar Elvis Bwomono fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt en það má vel færa rök fyrir því að bæði spjöldin hans í dag væru mikill óþarfi.

„Nei, ódýrt og hann býður upp á þetta og nátturlega svekkjandi að missa mann útaf svona en þetta endurspeglar svo sem svolítið karakterinn og viljann sem er í liðinu." 

Eyjamenn fengu vítaspyrnu langt inn í uppbótartímann þar sem Andri Rúnar Bjarnason og Hans Mpongo rifust aðeins um það hvort ætti að taka spyrnuna. Hemmi var ekki sáttur að sjá þessi rifrildi.

„Já það var agalegt, Andri er vítaskyttan og þetta á ekkert að vera vera nein spurning og myndi segja að þetta hafi verið alveg galið í rauninni." 

Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson í spilaranum hérna fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner