Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   lau 21. maí 2022 19:06
Stefán Marteinn Ólafsson
Hemmi Hreiðars: Við vorum miklu betri hérna í 90 mínútur
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjamenn tóku á móti Skagamönnum í dag á Hásteinsvelli þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiks í 7.umferð Bestu deildar karla.

ÍBV þurfa bíða aðeins lengur eftir fyrsta sigri sumarsins en þeir þurftu að bíta í það súra að ná ekki sigri hér í dag þrátt fyrir að fá vítaspyrnu djúpt inn í uppbótartímann.


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 ÍA

„Rosalegt svekkelsi eða vonbriði svona með úrslitin nátturlega eðlilega. Við vorum miklu betri hérna í 90 mínútur og spiluðum hrikalega góðan leik, bæði frábæran varnarleik og áttum stórskemmtilegar sóknir og fullt af dauðafærum. Þetta eiga að vera þrjú stig á venjulegum degi." Sagði Hermann Hreiðarsson þjáflari ÍBV eftir leikinn í dag. 

Eyjamenn lentu manni færri um miðjan seinni hálfleikinn þegar Elvis Bwomono fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt en það má vel færa rök fyrir því að bæði spjöldin hans í dag væru mikill óþarfi.

„Nei, ódýrt og hann býður upp á þetta og nátturlega svekkjandi að missa mann útaf svona en þetta endurspeglar svo sem svolítið karakterinn og viljann sem er í liðinu." 

Eyjamenn fengu vítaspyrnu langt inn í uppbótartímann þar sem Andri Rúnar Bjarnason og Hans Mpongo rifust aðeins um það hvort ætti að taka spyrnuna. Hemmi var ekki sáttur að sjá þessi rifrildi.

„Já það var agalegt, Andri er vítaskyttan og þetta á ekkert að vera vera nein spurning og myndi segja að þetta hafi verið alveg galið í rauninni." 

Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson í spilaranum hérna fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir