KR-ingurinn Björgvin Brimi Andrésson hefur að undanförnu verið á reynslu hjá danska Íslendingafélaginu Lyngby.
Björgvin Brimi er unglingalandsliðsmaður sem skoraði fyrr á þessu ári tvö mörk í vináttuleik gegn Færeyjum.
Björgvin Brimi er unglingalandsliðsmaður sem skoraði fyrr á þessu ári tvö mörk í vináttuleik gegn Færeyjum.
Hann var um liðna helgi með þeim U16 liði Lyngby í London að keppa á mjög sterku unglingamóti, Liam Brady Cup, sem haldið var í akademíunni hjá Arsenal.
Lyngby var með Arsenal, hollenska liðinu Vitesse og brasilíska liðinu Flamengo í riðli. Í hinum riðlinum voru PSV frá Hollandi, Derby og Liverpool frá Englandi og Celtic frá Skotlandi.
Lyngby mætti Liverpool í útsláttarkeppninni og skoraði Björgvin í 3-0 sigri danska liðsins. Lyngby endaði mótið í 3. sæti og var það Arsenal sem vann mótið.
FH-ingurinn Gils Gíslason (2007) var á sama á reynslu hjá Lyngby. Björgvin Brimi er yngri bróðir Benonýs Breka sem er lykilmaður í meistaraflokksliði KR.
Athugasemdir