Ousmane Dembele hefur dregið sig út úr franska landsliðshópnum sem nú tekur þátt í Evrópumótinu.
Dembele glímir við meiðsli á hné og verður frá næstu vikurnar hið minnsta.
Dembele glímir við meiðsli á hné og verður frá næstu vikurnar hið minnsta.
Dembele er 24 ára gamall og er á mála hjá Barcelona. Hann á að baki 27 leiki fyrir A-landslið Frakka.
Frakkar eru með fjögur stig eftir tvo leiki í mótinu og sitjá á toppi F-riðils. Frakkar mæta Portúgal í lokaleik riðilsins.
Dembele kom inn á í uppbótartíma gegn Þýskalandi í fyrsta leik mótsins. Í síðasta leik gegn Ungverjum kom hann inn á völlinn á 57. mínútu en fór af velli á 87. mínútu vegna meiðslanna.
Athugasemdir