Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. júní 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gísli er ómissandi leikmaður í þessu liði"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef tölfræðin er skoðuð sést að Gísli Eyjólfsson hefur ekki skorað mark í upphafi tímabilsins og „einungis" lagt upp eitt mark. Gísli er í breyttu hlutverki í lið Breiðabliks en hann var mikið úti á vinstri kantinum á síðasta tímabili. Núna er hann meira miðsvæðis og aftar á vellinum.

Á síðasta tímabili skoraði hann fimm mörk og lagði upp átta mörk. Arnar Laufdal spurði þá Viktor Karl Einarsson, leikmann Breiðabliks, og aðstoðarþjálfarann Halldór Árnason út í Gísla í viðtölum eftir 4-1 sigur Breiðabliks gegn KA í gær.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

„Gísli er ómissandi leikmaður í þessu liði. Á þessu tímabili hefur hann verið öflugur varnarlega. Hann hefur alltaf verið með mörk og stoðsendingar en hann gefur liðinu hrikalega mikið með sinni varnarvinnu; hvernig hann vinnur til baka. Sóknarlega gefur hann okkur líka mikið með sendingum, hlaupum og baráttuviljanum. Hann er hrikalega mikilvægur og fær aðra leikmenn til að berjast líka," sagði Viktor.

„Ef þú ætlar bara að horfa á mörk og stoðsendingar og sér Gísla ekki á einhverjum listum... ég vona að menn falla ekki í þá gryfju að dæma hann út frá því. Gísli er búinn að vera algjörlega stórkostlegur í sumar. Þessi hraði, þessi sprengja, þessi ofboðslegi styrkur og ótrúlegi dugnaður er eitthvað sem er algjörlega nauðsynlegt fyrir okkur," sagði Halldór.

Gísli er 28 ára gamall og hefur skorað 22 mörk í 120 leikjum í efstu deild.
Viktor Karl: Erum oftast góðir eftir tapleiki
Dóri Árna: Erum með leikmenn með stórt hjarta
Athugasemdir
banner
banner
banner