Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   sun 21. júlí 2019 22:41
Sverrir Örn Einarsson
Birkir Már um nýtt lag Loga: Ekki séns
Birkir í leik með Val
Birkir í leik með Val
Mynd: Hulda Margrét
Birkir Már Sævarsson var einn besti maður vallarins þegar Valur fór í heimsókn til Víkinga í Fossvoginum í kvöld. Birkir lagði upp bæði mörk Vals í leiknum sem komust í 0-2 en það dugði ekki til því Víkingar svöruðu með tveimur mörkum og niðurstaðan því 2-2 jafntefli.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Valur

„Svekkjandi að missa niður 2-0 forystu sem á nátturulega ekki að gerast en þeir voru sprækir og við kannski farnir að þreytast aðeins undir lokin og hættum að geta haldið boltanum milli manna og gáfum þeim frekar ódýr mörk. “

Sagði Birkir Már um fyrstu viðbrögð sín eftir leikinn.

Við jöfnunarmark Víkinga undir lok leiks var sem allur kraftur væri úr Valsliðinu. Var það þreyta eftir evrópuleikina?

„Já það getur alveg verið útskýringin en kannski var það bara svekkelsi líka að hafa misst niður forystuna í bland við erfiðan evrópuleik og ferðaleg.“

Eins og fram kom í viðtali við Loga Tómasson hér á Fótbolti.net fyrr í kvöld er nýtt lag væntanlegt með Loga. Mun Birkir hlusta á það þegar það kemur út?

„Nei, ekki séns.“

Sagði Birkir og brosti en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner