Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 21. júlí 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viktor Örn: Held að hann græði meira á því en ég
Damir Muminovic
Damir Muminovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir Austria Vín í fyrri leik liðanna í Sambandsdeildinni á morgun. Liðin mætast í 2. umferð forkeppninnar og fer leikurinn á morgun fram í Vín. Seinni leikur einvígisins fer svo fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn eftir viku.

Viktor Örn Margeirsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag um leikinn á morgun.

Viðtalið:
„Vitum hvað við getum og það er kannski fyrst að koma almennilega í ljós"

Viktor hefur verið að spila vel að undanförnu og hefur leikið við hlið Damir Muminovic í hjarta varnarinnar. Viktor var spurður út í hvernig væri að spila með Damir.

„Það er virkilega gott, ég held að hann græði meira á því en ég," sagði Viktor léttur. „Nei, ég segi svona. Við náum vel saman, okkur gengur vel og þekkjum vel inn á hvorn annan. Við erum í góðum takti saman sem par í miðri vörninni, báðir að spila vel eins og allt liðið."

„Við vitum báðir hvað hinn aðilinn hefur upp á að bjóða og ég held að við bökkum hvorn annan vel upp þegar það þarf. Það er yfirleitt hægt að ganga að því vísu að Damir sé tilbúinn og það er virkilega gott að spila með honum,"
sagði Viktor um félaga sinn í vörninni.

Viðtalið:
„Vitum hvað við getum og það er kannski fyrst að koma almennilega í ljós"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner