Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 21. júlí 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vitum hvað við getum og það er kannski fyrst að koma almennilega í ljós"
Það má einhver annar dæma um það
Viktor Örn Margeirsson
Viktor Örn Margeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jöfnunarmarkinu gegn KR fagnað.
Jöfnunarmarkinu gegn KR fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum gegn Racing
Úr leiknum gegn Racing
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst vel í mig þetta verkefni, þetta verður gaman en erfitt. Þetta er bara spennandi," sagði Viktor Örn Margeirsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Framundan er einvígi Breiðabliks og Austria Vín í Sambandsdeildinni. Liðin mætast á morgun í Vín og á fimmtudaginn eftir viku á Kópavogsvelli. Blikar flugu til Austurríkis í gær og var Viktor staddur á hóteli liðsins þegar fréttaritari heyrði í honum.

„Ég hef komið tvisvar til Austurríkis í skemmtiferðir en þetta er fyrsti fótboltaleikurinn minn hérna," sagði Viktor.

Hann er 26 ára gamall og verður 27 ára á morgun, á leikdag. Hans fyrstu mótsleikir fyrir Breiðablik komu árið 2015. Tveimur árum áður fór Breiðablik áfram eftir einvígi við austurríska liðið Sturm Graz.

Bera virðingu fyrir Austria Vín
„Austria Vín er risaklúbbur og við erum alveg meðvitaðir um það. Þeir eru með mikla hefð og góða sögu bæði í Evrópu og heima fyrir, við berum mikla virðingu fyrir því. Við munum nálgast þetta svipað og gegn Racing (í 1. umferð keppninnar), við munum reyna spila okkar leik og gera það vel. Við ætlum að vera skynsamir og vera meðvitaðir um styrkleika Austria Vín."

„Við erum með góða hugmynd um hvað við viljum gera en eigum eftir að funda nánar og fara út í fleiri atriði. Þjálfararnir hafa lagt mikla vinnu í að leggja upp leikinn, gera þetta mjög fagmannlega og vel, þannig við verðum eins undirbúnir og hægt er."


Eflir liðið
Hvað gerir svona Evrópuferð fyrir hópinn?

„Þetta er mjög gott fyrir hópinn, erum saman í nokkra daga á hóteli. Það myndast góð stemning og frekar létt yfir mönnum. Þetta eflir okkur sem lið að fá að kúpla sig aðeins út og okkar fólk heldur vel utan um okkur hérna. Það er staðið mjög vel að öllu."

Reyna að sýna ábyrgð
Finniði fyrir því að þið séuð í búbblu?

„Maður er ekki mikið var við það hérna úti að það séu miklar reglur og takmarkanir en við sem lið reynum að sýna eins mikla ábyrgð og við getum með því að halda uppi sóttvörnum, vera með grímu og þess háttar. Við erum ekki að fara mikið út meðal almennings í búðir eða slíkt. Við erum mest inn á hótelinu og tökum kannski einhverja göngutúra."

Eftirsóknarvert að spila þessa leiki
Eru Evrópuleikir skemmtilegustu leikirnir?

„Þeir eru mjög skemmtilegir, já, alveg með þeim skemmtilegri sem maður fer í og þess vegna er eftirsóknarvert að komast í þessa leiki. Maður er mæta leikmönnum og liðum sem maður þekkir ekki jafn vel og þegar maður er að spila heima. Þetta er bæði alvöru alvöru áskorun og þessi óvissa út í hvað maður er að fara. Þetta er mjög skemmtilegt og gott verkefni."

Hefðu viljað öll stigin
Síðasti leikur var gegn KR. Hvernig fannst þér að spila þann leik?

„Það var skemmtilegur leikur, alltaf erfitt að mæta KR. Okkur hefur ekki gengið sérstaklega vel á móti þeim undanfarin ár en förum alltaf inn í þá leiki til að vinna þá. Við fórum inn í þennan leik til að vinna hann, lögðum hann þannig upp og hliðruðum aðeins til í okkar leik. Mér fannst við gera heilt yfir vel í leiknum þótt að þeir hafi átti kafla sem þeir sóttu vel á okkur. Við áttum hættulegar sóknir og hefðum viljað taka þrjú stig."

Hvernig var að mæta Kjartani Henry?

„Kjartan er góður framherji og gaman að eiga við hann. Það var alvöru barningur og gaman."

Sýnt þroskamerki í undanförnum leikjum
Fannst þér þið sýna það í þessum leik gegn KR að þið eruð komnir lengra sem lið miðað við í fyrra?

„Það má alveg vera að við höfum sýnt það í þeim leik. Mér finnst við hafa sýnt þroskamerki í undanförnum leikjum, eftir smá hikst í byrjun. Við höfum aðlagað okkar leik og fundið okkar lið. Við erum með geggjaðan hóp og erum að detta á okkar takt sem við vitum að við höfum. Við getum enn bætt meira í og haldið áfram á þessari siglingu. Við vitum alveg hvað við getum og það er kannski fyrst að koma almennilega í ljós á þessu skriði sem við erum á núna. Vonandi náum við að halda sama takti."

Í góðum takti - Einhver annar má dæma um það
Hvernig ertu að upplifa þína eigin frammistöðu að undanförnu?

„Mér líður mjög vel með hana og er með gott sjálfstraust. Ég var í brasi í fyrra með meiðsli og náði ekki takti. Þegar ég næ mínu 'runni' þá er ég yfirleitt að fá fínt traust og mína leiki. Ég er í góðum takti og í takti við liðið. Þegar okkur gengur vel sem lið þá gengur mér persónulega vel finnst mér og öllum öðrum í kring. Þetta helst allt í hendur."

Finnst þér þú vera á þínum besta kafla á ferlinum?

„Ég hef ekki hugsað það þannig. Mér finnst ég vera að spila vel, hef átt góða kafla áður þar sem ég hef spilað vel. Það má einhver annar dæma um það hvort ég sé á mínu besta skriði á ferlinum eða ekki. Ég er ánægður með hvernig þetta hefur verið að undanförnu," sagði Viktor Örn.
Athugasemdir
banner
banner
banner