Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 21. júlí 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Leikmaður sem er „stórkostlegt að hafa" og er líka öflugur á saumavélinni
Viktor Örlygur
Viktor Örlygur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valinn í A-landsliðið í janúar.
Valinn í A-landsliðið í janúar.
Mynd: KSÍ
Viktor Örlygur Andrason hefur brugðið sér í allra kvikinda líki og staðið sig virkilega vel með liði Víkings í sumar. Titla má Viktor sem miðjumann en hann hefur einnig spilað sem bakvörður og miðvörður í sumar. Hann er 22 ára gamall og hefur verið hluti af U21 landsliðinu.

Sjá einnig:
„Fáir hafa hæfileika á borð við Viktor Örlyg"
Viktor fær rosalega athygli - Sá fjölhæfasti í öllum heiminum?
Viktor svaraði kallinu - „Hanskarnir komnir á fyrir æfingu dagsins"

Fótbolti.net rædd við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, í gær og spurði hann út í Viktor Örlyg. Er ekkert mál að fá hann í að leysa alls konar stöður eins og miðvörðinn og bakvörðinn?

„Það er ekkert mál sko, ég held að hann sé bara ánægður að spila. En það er stórkostlegt að hafa svona leikmann í sínum hóp sem getur leyst jafnmargar stöður. Að missa Halla og Kyle og vera með lið í toppbaráttu og geta fengið miðjumann, bakvörð, senter og ég veit ekki hvað og hvað til að leysa miðvarðarstöðu - sem er mjög erfið staða - og gera það jafnvel og hann hefur gert er bara ólýsanlegt."

„Hingað til hefur hann ekki bankað á dyrnar og lýst yfir óánægju sinni enda er hann einn mesti Víkingur og völ er á,"
sagði Arnar.

Viktor er hins vegar ekki bara góður í fótbolta. Hann er einnig góður á saumavélinni eins og Stefán Árni Pálsson á Stöð 2 kynntist í gær. Viktor hannar og saumar snyrtitöskur og kortaveski úr leðri sem kemur úr bóndabæ langafa hans. Hér fyrir neðan má sjá innslagið sem birt var í kvöldfréttum Stöð 2 í gær.

Næsti leikur Víkings er í kvöld þar sem liðið mætir velska liðinu TNS á Víkingsvelli. Um fyrri leik liðanna er að ræða í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Eins og hjá bresku liði á tíunda áratugnum - „Engin fallhlíf lengur"
Athugasemdir
banner
banner
banner