fös 18. febrúar 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor svaraði kallinu - „Hanskarnir komnir á fyrir æfingu dagsins"
Viktor í leik með Víkingum.
Viktor í leik með Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkings í Reykjavík, hefur fengið gríðarlega athygli utan úr heimi á síðustu dögum.

Af hverju? Til að gera langa sögu stutta, þá er Viktor líklega fjölhæfasti fótboltamaðurinn í öllum heiminum, allavega ef marka má tölvuleikinn Football Manager. Það er hægt að lesa um nánar það hérna.

Viktor er orðinn gífurlega vinsæll hjá Football Manager samfélaginu. Í tölvuleiknum - sem er mjög vinsæll - setur tölvuleikjaspilarinn sig í spor knattspyrnustjóra í hinum stóra heimi fótboltans. Leikurinn er mjög ítarlegur og kafað er djúpt ofan í hlutina.

Samkvæmt Football Manager, þá er markvarðarstaðan sú eina sem Viktor getur ekki leyst almennilega. Það stangast aðeins á við sannleikann því Viktor hefur leyst þá stöðu áður á ferlinum.

Opinber Twitter-reikningur Football Manager blandaði sér í umræðuna á dögunum. „Viktor, settu hanskana aftur á þig og þá munum við tala saman."

Viktor svaraði þessari áskorun og var búinn að klæða sig í markmannshanska fyrir æfingu hjá Víkingi í vikunni. „Hanskarnir eru komnir á fyrir æfingu dagsins," skrifaði Viktor.

Það er í raun ekkert annað að gera - fyrir Football Manager - en að uppfæra prófíl Viktors í leiknum þannig að hann geti einnig leyst markvarðarstöðuna, ásamt öllum hinum stöðunum á vellinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner