Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mið 12. janúar 2022 13:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fáir hafa hæfileika á borð við Viktor Örlyg"
Icelandair
Mynd: KSÍ
Viktor Örlygur Andrason, 21 árs miðjumaður Víkings, er í byrjunarliði íslenska landsliðsins sem mætir Úganda í leik sem hefst klukkan 14:00.

Fréttaritari spurði Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, út í Viktor í viðtali í gær.

„Hann er, tæknilega séð, einn af okkur betri leikmönnum sem eru að spila á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Það sem hefur háð Viktori í gegnum tíðina hefur fyrst og fremst verið fitness-vandamál sem hefur ekki háð honum síðustu tvö ár," sagði Arnar.

„Svo hefur verið tilhneiging, sem gerist hjá góðum leikmönnum, að þegar hann gerir ein mistök þá vill hann gera eitthvað stórkostlegt í næst. Það endar stundum í katastrófu. Með aldrinum og reynslunni er Viktor búinn að læra inn á sinn leik. Hvað varðar hæfileika þá hafa fáir hæfileika á borð við Viktor Örlyg."

Einnig var rætt um Viktor Örlyg í útvarpsþættinum á laugardag. Fréttaritari spurði stuðningsmann Víkings, Tómas Þór Þórðarson, hvað hann hefði hugsað þegar hann sá Viktor í hópnum.

„Ég er mjög hrifinn af Viktori Örlygi. Hann er U21 árs landsliðsmaður, mjög góður og vel spilandi miðjumaður sem er að fá tækifæri. Að sjálfsögðu kom þetta mér verulega á óvart. Kannski ekki þegar ég lít yfir allan hópinn, þá kemur það mér minna á óvart að VÖA sé orðinn kannski 23. maður í einhverjum janúarhóp miðað við hversu hrikalega öflugur hann var undir lokin á síðasta tímabili. Ég sé ekki neinn ævintýranlegan mun á honum og Alex Þór Haukssyni," sagði Tómas Þór.
Arnar Gunnlaugs: Alls ekki nægilega gott
Útvarpsþátturinn - Boltafréttir og breytt Íslandsmót
Athugasemdir
banner
banner
banner